Bifvélavirki/Mechanic
Starfsfólk með menntun/reynslu af bifvélavirkjun
Blue Car Rental leitar að hæfileikaríkum og drífandi einstaklingum til að bætast við öflugt teymi vegna aukinna umsvifa. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni á sviði bifvélaviðgerða. Vinnuaðstaða er til fyrirmyndar og kappkostað við að létta störf með góðum búnaði. Vinnutími: Vaktavinna á 2-2-3 vaktakerfi eða dagvinna 07:00-16:00. Regluleg aukavinna í boði fyrir þá sem kjósa.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Viðhald og þjónusta ökutækja s.s. olíuskipti, skipti á síum og bremsuviðgerðir
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/eða reynsla af bílaviðgerðum
- Vandvirkni og dugnaður
- Fagleg vinnubrögð
- Snyrtimennska og góð mannleg samskipti
- Góð almenn tölvufærni
Fríðindi
- Líkamsræktarstyrkur
- Bíll á rekstrarleigu á góðum kjörum
Af hverju að velja Blue Car Rental
* Vinnuaðstaða og búnaður til fyrirmyndar. * Fjölbreyttur og skemmtilegur starfsmannahópur. * Fríðindi í starfi, þar á meðal bíll í rekstrarleigu á hagstæðum kjörum. Við hvetjum öll áhugasöm, óháð kyni, með viðeigandi menntun og/eða reynslu, til að sækja um og verða hluti af frábæru teymi. Sendu inn umsókn og vertu hluti af framtíð Blue Car Rental!